Safnað fyrir móður Guðrúnar sem lést af slysförum á Grindavíkurvegi
Aðfaranótt 5. mars síðastliðins lést Guðrún Pálsdóttir í umferðarslysi á Grindarvíkurvegi. Guðrún, sem var 45 ára, lætur eftir sig 23 ára son. Vinkonur Þórunnar Sigurðardóttur, sem var móðir Guðrúnar, hafa tekið höndum saman og opnað styrktarreikning til að létta undir með Þórunni sem á um sárt að binda.
Guðrún hafði haldið heimili með móður sinni undanfarið ár en sambýlismaður Guðrúnar lést árið 2014. Móðir Guðrúnar, Þórunn, var einnig ekkja en maðurinn hennar, Sigurður Knútsson, lést úr krabbameini árið 2016.
Í frétt um söfnunina á Grindavik.net meðal annars:
„Þær mæðgur voru miklar vinkonur og stoð og stytta hvor annarrar eftir missi maka þeirra beggja. Núna hefur Þórunn misst frumburðinn sinn. Það er mikið lagt á eina góða konu og því ákvað Sólveig Steinunn Guðmundsdóttir, hún Solla okkar í Nettó, sem einnig er félagskona að stofna reikning til styrktar Þórunni til að geta séð um útför dóttur sinnar.“
Reikningurinn er í Landsbankanum í Grindavík og er á nafni og kennitölu Þórunnar: 0143-05-061158, kt. 051250-6139.