Nýjast á Local Suðurnes

Yfirburðir A Team IGS á firmamóti UMFN – Myndir!

Firmamót körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram föstudaginn 26. maí í Ljónagryfjunni. Alls tíu lið voru skráð til leiks og þrátt fyrir nokkuð háan meðalaldur var sýndu menn fína takta á parketinu.

Leikið var í tveimur riðlum þar sem A Team IGS hafði sigur í 1. riðli en Humarsalan í riðli 2 og því mættust liðin í úrslitaleik um firmatitilinn. Illu heilli tókst ekki að ljúka úrslitaleiknum sökum meiðsla og manneklu en þegar frá var horfið hafði A Team IGS yfirburðastöðu og fagnaði sigri.

Að loknum átökunum á parketinu var blásið í Pub Quiz þar sem Team Lava Auto með þá Friðrik Inga Rúnarsson, Sigurjón Gauta Friðriksson og Davíð Pál Viðarsson innanborðs höfðu yfirburðasigur í keppninni.