Nýjast á Local Suðurnes

Markamaskína til Keflavíkur

Knattspyrnukonan Linli Tu hefur skrifað undir tveggja àra samning við Knattspyrnudeild Keflavíkur. Tu skoraði 16 mörk í 17 leikjum fyrir FHL á síðasta tímabili í Lengjudeildinni.

Linli Tu er fædd 1999 og spilaði à síðasta tímabili í Lengjudeild kvenna með F/H/L sameiginlegu liði Hattar, Fjarðabyggðar og Leiknis. Hún var markahæst í Lengjudeildinni à síðasta ári með 16 mörk í 17 leikjum og var valin í lið àrsins.
Linli Tu er landsliðskona frá Kìna en hún hefur verið með U17 og U20 meðal annars sem fyrirliði, segir í tilkynningu frá Keflavík.