Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík tekur á móti KR á þriðjudag – ATH breytta dagsetningu

Leik Keflavíkur gegn KR sem fram átti að fara í kvöld á Nettó-vellinum í Keflavík hefur verið frestað þar til annað kvöld, leikurinn fer því fram á þriðjudag klukkan 18. Bæði lið þurfa nauðsynlega á öllum stigum að halda sem í boði eru þó af mismunandi ástæðum, Keflavík til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni en KR-ingar til að eiga möguleika á titlinum.

Hljóðbylgjan, svæðisútvarp Suðurnesja, og Sportrasin.is bjóða stuðningsmönnum Keflavíkur á leik Keflavíkur og KR á þriðjudaginn kl. 18:00.  Þú mætir bara merktur Keflavík í félagsheimilið fyrir leik og færð miða fyrir þig og fjölskylduna.

Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi leiksins og við treystum á að stuðningsmenn Keflavíkur fjölmenni á leikinn  og styðji strákana, segir í tilkynningu frá Sportrásinni.

Það verður dagskrá í félagsheimilinu frá kl. 17:00 en þar verður stuðningsmönnum boðið upp á vöfflur með rjóma, kaffi og ávaxtadrykki fyrir börnin á meðan birgðir endast.  Þjálfararnir koma í heimsókn, fara yfir byrjunarliðið og svara spurningum stuðningsmanna.

Nú er um að gera að skella í sig rjúkandi vöfflum fyrir leik og mynda góða stemningu á pöllunum, segir einnig í tilkynningunni.