Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík enn í fallsæti eftir tap gegn Val

Keflvíkingar töpuðu enn einum leiknum í Pepsí-deildinni, nú gegn Val á heimavelli, 1-2 í frekar bragðdaufum leik, Keflvíkingar sitja því enn í fallsæti með aðeins fjögur stig eftir 8 umferðir.

Valsmenn komust í 1-0 úr vítaspyrnu á 41. mínútu eftir að eftir að varnarmaður Keflvíkur hafði brotið á fyrirliða Vals. Þremur mínútum síðar skoraði Kiko Insa sjálfsmark og staðan orði 2-0 fyrir gestina.

Hólmar Örn Rúnarsson minnkaði muninn fyrir Keflavík á 63. mínútu, 2-1 og þar við sat þrátt fyrir að Keflvíkingar gerðu harða atlögu að marki Valsmanna.