Nýjast á Local Suðurnes

Sigmundur leikjahæsti dómari sögunnar

Sigmundur Már Herbertsson, körfuknattleiksdómari, er orðinn leikjahæsti dómari á Íslandi frá upphafi. Hann dæmdi 2054 leik sinn fyrir KKÍ en það var leikur Stjörnunnar og Tindastóls í Subwaydeild karla.

Þar með er Sigmundur orðinn leikjahæsti dómari sögunnar í leikjum á vegum KKÍ og sló hann met Rögnvaldar Hreiðarssonar sem dæmdi 2053 leiki fyrir KKÍ áður en hann lagði flautuna á hilluna síðastliðið vor, segir í tilkynningu.

Lengi framan af var Jón Otti Ólafsson sá sem hafði dæmt flesta leiki fyrir KKÍ og þegar hann hætti vorið 2004 hafði hann dæmt 1673 leiki, Rögnvaldur fór svo framúr honum 2016 og nú er Sigmundur kominn fram úr Rögnvaldi.

Mynd: Facebook / KKÍ