Nýjast á Local Suðurnes

Kaffihúsastemning á mánudagskvöld – Kaffi, meðlæti og góð tónlist

Tónlistarskóli Sandgerðis ásamt Bókasafni Sandgerðis standa fyrir kaffihúsakvöldi á bókasafninu mánudaginn 30. janúar klukkan 19:30.

Það verður ekta kaffihúsastemning, boðið uppá kaffi og meðlæti og nemendur tónlistarskólans koma fram, bæði hljómsveitir og einleiksatriði.

Það kostar ekkert inn, bara mæta og njóta, segir á vef Sandgerðisbæjar.