Íbúum heimilt að snúa til síns heima

Aðgerðum á vettvangi hvar sprengiefni fannst í gámi í Njarðvík í dag er lokið og er íbúum nú frjálst að snúa til síns heima.
Þetta segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum.
Búið er að fjarlægja 150 kg af dynamíti sem fannst á svæðinu. Því verður væntanlega eytt í kvöld.