Opna Grill 66 og Lemon í Reykjanesbæ
Olís undirbýr nú opnun nýrrar og glæsilegrar þjónustustöðvar á Fitjum í Reykjanesbæ. Á stöðinni verða meðal annars veitingastaðirnir Grill 66 og Lemon.
Fyrirtækið auglýsti á dögunum eftir starfsfólki á þessa nýju þjónustustöð, þar á meðal eftir verslunarstjóra, í auglýsingu kemur fram að verslunarstjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri þjónustustöðvarinnar og vinni með samhentum hópi starfsmanna.