Nýjast á Local Suðurnes

Reynslubolti tekur við Grindavík

Knattspyrnudeild UMFG hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi sumar. Reynsluboltinn Guðmundur Valur Sigurðsson mun þjálfa liðið og stýrði sinni fyrstu æfingu í morgun. Guðmundur Valur hefur verið viðloðandi knattspyrnuþjálfun um árabil og mun vonandi ná að miðla reynslu sinni til leikmanna og hjálpa þeim við að stíga skrefið til fulls sem þarf til að ná upp í efstu deild.

Í frétt á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar segir:

„Þá er búið að skrifa undir við nýjan þjálfara fyrir kvennaliðið okkar en það er heimamaðurinn Guðmundur Valur Sigurðsson sem ætlar að taka það verkefni að sér. En stelpurnar voru grátlega nálægt því að komast í úrvalsdeild síðasta sumar.

Bjóðum við Val innilega velkominn til starfa.

Það var Guðmundur Pálsson formaður kvennaráðs sem skrifaði undir fyrir hönd félagsins.“