Suðurstrandarvegi lokað
Suðurstrandarvegi hefur verið lokað fyrir umferð fram á morgun hið minnsta. Er það gert vegna ástands vegarins í kjölfar jarðhræringanna á Reykjanesskaga.
Þrátt fyrir að þungatakmarkanir hafi verið settar á og vegur þrengdur hefur Vegagerðin orðið vör við meiri skemmdir á veginum en greint var frá á dögunum. Í tilkynningu segir að stofnunin hafi áhyggjur af áframhaldandi sigi og breytingum á þessum stað. Einnig hefur rignt á svæðinu og spáð áframhaldandi rigningu sem gæti haft áhrif á ástandið.