Nýjast á Local Suðurnes

Silkiþrykk vinnustofa með Gillian Pokalo í Bókasafni Reykjanesbæjar

Laugardaginn 1. apríl klukkan 13.00 verður vinnustofa með Gillian Pokalo í Bókasafni Reykjanesbæjar. Gillian Pokalo er myndlistarkona sem er búsett í Bandaríkjunum en heillaðist af íslenska landslaginu og þjóðinni fyrir nokkrum árum síðan. Gillian bauð upp á samskonar vinnustofu í Bókasafni Reykjanesbæjar fyrir um ári síðan.

Gillian kennir þátttakendum að þrykkja á efni og pappír en hún verður með myndir frá Reykjanesinu og hvetur gesti til að teikna eigin myndir.

Vinnustofan verður um tvær klukkustundir og verður skráningar krafist fyrir þá sem hugsa sér að taka þátt. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku.

Áhugasamir geta skráð þátttöku HÉR!