Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík í undanúrslit Dominos-deildarinnar

Grindvíkingar eru komnir í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik, en liðið lagði Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik, sem fram fór í Grindavík í kvöld, 93-82. Grindvíkingar mæta Stjörnunni í undanúrslitum.

Grindvíkingar voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og vel að sigrinum komnir. Lew­is Cl­inch var öflugur í leiknum í kvöld og þá sérstaklega á lokakaflanum, hann skoraði 30 stig, tók níu fráköst og gaf 10 stoðsendingar.