Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarráð samþykkir samning vegna Thorsil – Minnihlutinn greiddi atkvæði á móti

Þríhliða samningur milli Reykjaneshafnar, Thorsil ehf., og Arion banka hf. í tengslum við fjármögnun kísliverksmiðju Thorsil á iðnarsvæðinu í Helguvík var samþykktur á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 19. janúar síðastliðinn.

Samningurinn snýr að upplýsingagjöf og samskiptum á milli aðila vegna verkefnis Thorsil ehf. í Helguvík og var samþykktur með atkvæðum meirihluta bæjarráðs. Böðvar Jónsson og Kristinn Jakobsson, áheyrnarfulltrúi, greiddu atkvæði gegn samningnum og Baldur Guðmundsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fjármögnun verkefnisins var langt á veg komin þegar Umhverfisstofnun afturkallaði starfsleyfi félagsins þann 27. 0któber síðastliðinn, en fjórir lífeyrissjóðir munu leggja til um fjóra milljarða króna til verkefnisins, eigendur Thorsil, bandarískur fjárfestir, Equity Asset Group, og íslenskir fjárfestar hafa skuldbundið sig fyrir því hlutafé sem upp á vantar auk þess sem búið er að ganga frá lánasamningum við Arion banka, Íslandsbanka og einn erlendan banka.