Nýjast á Local Suðurnes

Stefnir í allt að 18 gráður á Suðurnesjum í dag

Búist við blíðskaparveðri víða um land í dag en hlýjast verður þó sunnanlands og búast má við 16-18 stiga hita á Suðurnesjum, samkvæmt vef Veðurstofu Íslands. Fyrir þá sem eru á ferðinni er þó rétt að benda á viðvörun frá veðurfræðingum sem birt er á vef Veðurstofunnar, en þar segir:

Í dag má búast við snörpum vindhviðum (25-30 m/s) syðst á landinu og við Öræfajökul og því varasamt fyrir farartæki sem taka á sig vind.

Veðurhorfur á landinu:
Austlæg átt, 5-10 metrar á sekúndu og skýjað með köflum, en 13-18 með suðaustanströndinni. Rigning suðaustanlands undir kvöld en um allt sunnan- og austanvert landið í nótt.

Austan 5-13 á morgun. Rigning með köflum suðaustantil á landinu en víða bjartviðri norðan- og vestanlands. Úrkomulítið norðvestan til. Hiti allt að 20 stigum á norðan- og vestanverðu landinu en annars 10 til 15 stig.