Skipverji klemmdist illa á hendi

Slys varð um borð í netabáti um helgina þegar skipverji klemmdist illa á hendi. Maðurinn var við vinnu sína að leggja línu þegar lúga lokaðist á hönd hans með þeim afleiðingum að þumalfingurinn klemmdist illa.
Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd á vettvang og var skipverjinn fluttur frá Sandgerðishöfn með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi.