Nýjast á Local Suðurnes

Tryggja Fisktækniskóla Íslands húsnæði

Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur falið bæjarstjóra að gera viljayfirlýsingu um gerð leigusamnings til 10 ára með heimild til framleigu til Fisktækniskóla Íslands.

Samkvæmt tillögu þessa efnis mun Fisktækniskólinn að liðnum 5 árum taka við við skyldum leigutaka samkvæmt samningi á Hafnargötu 8, þ.e. Hælsvíkurhúsinu, segir í fundargerð.

Með þessari viðleitni Grindavíkurbæjar er skorað á ríkisvaldið að tryggja skólanum húsnæðisframlag á fjárlögum til framtíðar í samræmi við aðra einkarekna framhaldsskóla, segir einnig í fundargerðinni.