Nýjast á Local Suðurnes

Rúmar 90 milljónir í Sóknaráætlun 2020

Suðurnesjasvæðið fær rúmlega 90 milljónir króna framlag í gegnum Sóknaráætlun ríkisins og sveitarfélaga.

Frá ríkinu koma 84.207.273 krónur árið 2020 auk 9.000.000 kr mótframlags frá sveitarfélögum á Suðurnesjum.

Ssmningur þessa efnis var undirritaður í Ráðherrabústaðnum í dag. Markmið samningsins er að efla byggðaþróun og auka samráð milli ráðuneyta á sviði byggðamála, innan hvers landshluta og milli stjórnsýslustiga, jafnframt að færa til sveitarstjórna aukna ábyrgð á sviði byggða-og samfélagsþróunar.

Samtals var úthlutað tæplega milljarði í sóknaráætlanir sex svæða á landinu.