Nýjast á Local Suðurnes

Kærðir fyrir að tala í síma við akstur

Talsvert hefur verið um umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Allmargir ökumenn voru teknir úr umferð vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaakstur. Tveir þeirra óku  sviptir ökuréttindum og var annar þeirra á ótryggðri bifreið. Þá var farþegi í þriðju bifreiðinni með kannabisefni í fórum sínum.

Á annan tug ökumanna voru kærðir fyrir hraðakstur og þrír töluðu í síma án handfrjáls bunaðar. Skráningarnúmer voru svo fjarlægð af sjö bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.