Nýjast á Local Suðurnes

Árekstrar og dóp í umferðinni

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut í vikunni með þeim afleiðingum að hún valt. Hann viðurkenndi að hafa verið á 110 km. hraða þegar bifreiðin fór að skrika til og hann steig á bremsuna með framangreindum agleiðingum. Ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og bifreiðin fjarlægð með dráttarbifreið.

Þá varð harður árekstur á Grænásbraut. Var annar ökumannanna fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en hinn fann til eymsla í hálsi og kvaðst ætla að leita sjálfur til læknis.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum haft afskipti af nokkrum ökumönnum sem óku ýmist undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einn ökumannanna viðurkenndi neyslu á amfetamíni og kannabis og var að auki sviptur ökuréttindum.