Nýjast á Local Suðurnes

Aðventugangan á laugardag

Aðventugangan verður haldin í Reykjanesbæ laugardaginn 3.desember næstkomandi milli klukkan 13-14.

Mæting við jólatréð í Aðventugarðinum og verður gengið í Skessuhelli þar sem Fjóla tröllastelpa verður á staðnum í jólaskapi en einnig munu jólasveinar slást með í för í gönguna. Fólk er hvatt til að mæta með jólasveinahúfu á höfði. Að göngunni lokinni er öllum boðið uppá heitt súkkulaði og piparkökur í Aðventugarðinum.