Erfiður vetur framundan hjá Suðurnesjaliðunum

Körfuknattleikssamband Íslands kynnti á dögunum spá félaganna um lokastöðuna í deildinni sem hefst á fimtudaginn kemur með fyrstu leikjunum en á föstudaginn klárast svo fyrsta umferðin.
Haldinn var blaðamannafundur á Hard Rock í Lækjargötunni og þar voru fulltrúar liðanna mættir til að spjalla við fjölmiðla.
Samkvæmt spánmi verður KR deildarmeistari og deildarmeistarar síðasta árs, Stjarnan þar á eftir. Njarðvík verður efst Suðurnesjaliðanna í fjórða sæti, Grindavík í því fimmta og Keflavík í því sjöunda.
Samkvæmt spá formanna, fyrirliða og þjálfara verður lokastaðan í vetur þessi í Domno’s deild karla:
Domino’s deild karla
– – – – – – – – – – – – – – – – –
KR · 329
Stjarnan · 324
Tindastóll · 269
Njarðvík · 251
Grindavík · 206
Haukar · 195
Keflavík · 181
Valur · 172
Þór Þ. · 129
ÍR · 93
Fjölnir · 68
Þór Ak. · 45