Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjabæjarliðin fá liðsauka

Elton Renato Livramento Barros hefur skrifað undir samkomulag um að leika með Reyni Sandgerði á komandi tímabili. Þá hefur Guyon Philips skrifað undir samning við Víði Garði, einnig út þetta tímabil.

Guyon sem er 26 ára gamall framherji frá Hollandi lék með Alta í Noregi í fyrra þar sem skoraði 12 mörk í 22 leikjum. Árið 2018 lék hann 6 leiki með Víkingi Ólafsvík en árin þar á undan í heimalandinu Hollandi með Go Ahead Eagles, FC Volendam, FC Oss, Telstar og Achilles ’29.

Elton er hins vegar 28 ára gamall framherji frá Grænhöfðaeyjum. Hann kom fyrst til landsins árið 2014 og lék þá með Selfossi í 1. deildinni. Hann hefur einnig leikið með Haukum og Keflavík hér á landi og á alls að baki 85 leiki í 1. deildinni og bikarkeppninni og hefur skorað í þeim 31 mark.