Nýjast á Local Suðurnes

Veðurhamurinn og tjónið – Sjáðu myndbandið!

Veðurhamurinn sem gekk yfir Suðurnesjasvæðið síðastliðinn föstudag hefur vart farið framhjá nokkrum manni og það sama má segja um tjónið sem veðrið olli.

Fjöldi mynda hefur verið birtur af tjóninu sem varð við Ægisgötu þar sem stærðarinnar grjóti skolaði langt á land og malbik af götunni dreifðist meðal annars yfir stórt hátíðarsvæði Ljósanætur. Fá myndbönd fanga þessi ósköp þó jafn vel og myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan en það var tekið af Sigurði Magnússyni sem gerði sér ferð á svæðið skömmu eftir að veðrið gekk niður.