Nýjast á Local Suðurnes

Vatnsnes lýst upp

Bæjarbúum er boðið að samgleðjast eigendum Hótels Keflavíkur næstkomandi föstudag á milli klukkan 17:00-18:00, en þá verður Vatnsnes lýst upp.

Fögnuðurinn verður haldinn á Hótel Keflavík og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og njóta í jólastemmingunni með jólabjór, jólaöl og jólanammi.

Reykjanesbær og eigendur Hótels Keflavíkur gerðu með sér samning á dögunum hvar eigendur hótelsins eignast meirihluta í húsinu gegn því meðal annars að sjá um viðhald þess. Samkvæmt samningnum verður húsið notað sem móttökusvíta, fundarherbergi eða sýningarsalur. Jafnvel kaffihús með léttum veitingum og gæti verið ,,Höfði“ Reykjanesbæjar þar sem stærri fundir og móttökur gætu farið fram. Nýting sem þessi myndi því samhliða geta verið lítið byggðasafn, sögusýning hússins sem og bæjarfélagsins og annarra þátta sem myndu tengjast í tíma og rúmi, segir í tilkynningu sem birt var þegar samningar höfðu verið undirritaðir.

Í tilkynningunni kom fram að það sé vilji til að halda sögu hússins í heiðri og í þeim anda sem eigendur hússins höfðu í huga þegar þeir afhentu húsið til Keflavíkurbæjar