Nýjast á Local Suðurnes

Kanna þörf á byggingu varðveisluhúss

Gerð hefur verið ítarleg þarfagreining fyrir varðveislu- og geymsluhúsnæði sem myndi nýtast Byggðasafni Reykjanesbæjar, Listasafni Reykjanesbæjar, Bókasafni Reykjanesbæjar, skjaladeild, menningarfulltrúa, Hljómahöll og umhverfis- og skipulagssviði.

Þetta kom fram á fundi menningar- og atvinnuráðs sveitarfélagsins á dögunum. Þar kom fram að kröfur sem gerðar eru til varðveisluhúsa safna eru nokkuð sértækar en eru engu að síður nauðsynlegar til að tryggja viðunandi varðveisluaðstæður fyrir safnkost. Ný og betri aðstaða tryggir varðveislu menningararfsins og sögu sveitarfélagsins fyrir komandi kynslóðir.

Menningar- og atvinnuráð þakkaði fyrir greinagóða þarfagreiningu og leggur áherslu á mikilvægi þess að koma þessum málum í góðan farveg.