Nýjast á Local Suðurnes

Hækkanir til höfuðs Vinnumálastofnun

Um 400% verðhækk­un á strætókortum í Reykjanesbæ er kom­in til vegna kaupa Vinnu­mála­stofn­un­ar á strætó­kort­um fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­menn í bæn­um, samkvæmt heimildum sudurnes.net.

Árskort fyr­ir al­menna not­end­ur í strætó mun hækka upp í 25.000 krón­ur um áramót, en árskortið kostar nú 5.000 kronur, líkt og áður hefur verið greint frá. Óbreytt verð mun þó vera fyr­ir börn á aldr­in­um 6-18 ára, ör­yrkja og eldri borg­ara. Verðskrá­in helst einnig óbreytt fyr­ir náms­menn 18 ára og eldri sem borga 5.000 krón­ur.

Eftir því sem næst verður komist keypti Vinnumálastofnun á annað þúsund árskort í strætó á síðasta ári til nota fyrir flóttafólk og hælisleitendur og er því um töluverða tekjuaukningu að ræða fyrir sveitarfélagið, haldi viðskiptin við Vinnumálastofnun sama dampi. Vinnumálastofnun kom einnig á sérstöku úrræði í samgöngum fyrir sama hóp á milli Ásbrúar og helstu verslunarkjarna, en þær ferðir voru þó lítið notaðar samkvæmt heimildum.