Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar fengu kveðju frá forsetanum

Þegar ljóst var að ekkert yrði af hátíðarhöldum Sjóarans síkáta þetta árið sendi Guðni Th. Jóhannesson bréf til bæjarins og í raun til Grindvíkinga allra. Þar sendir hann þakkir fyrir hátíðina í gegnum árin og hversu hlýjar móttökur hann og Eliza kona hans hafa fengið í gegnum árin. Guðni segir það leitt í ljósi aðstæðna að blása þurfi hátíðina af en á sama tíma sé það nauðsynlegt.

Hann segir það afrek að halda svona glæsilega hátíð ár eftir ár en þetta hefði verið 25 ára afmæli hátíðarinnar í ár.

Bréfið má nálgast í heild sinni hér en það er stílað á Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, en sviðið hefur ásamt frístunda- og menningarnefnd séð um allt utanumhald hátíðarinnar í samstarfi við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur.