Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitir að langt fram á nótt

Björg­un­ar­sveit­ir sinntu um 100 verk­efn­um vegna óveðurs í gær­kvöldi og nótt eft­ir að fyrsta út­kallið barst klukkan rétt rúmlega 22. Lang­flest út­köll­in voru á Suðurnesjum og höfuðborg­ar­svæðinu.

Mest var um fok á lausa­mun­um eins og fiskikör­um, rusla­tunn­um og jafn­vel jóla­trjám. Einnig þurfti björg­un­ar­sveitar­fólk að koma bönd­um á grind­verk, garðskúra, þak­plöt­ur og klæðing­ar á hús­um. Eitt­hvað var um bygg­inga­efni að fjúka á bygg­inga­svæðum, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir luku störfum um klukkan fjögur í nótt.

Mynd: Landsbjörg.