Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík semur við erlendan leikmann

Körfuknattleiksdeild UMFG hefur landað samningi við bakvörðin Miljan Rakic sem er frá Serbíu og er einnig með ungverskt vegabréf.

Miljan er reynslubolti, fæddur 1986 og hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2004, síðast í heimalandi sínu og tímabilið 2016-2017 lék hann í Portúgal og var m.a. liðsfélagi Victor Moses hjá Fjölni.

Von er á Miljan á allra næstu dögum og eru bundar vonir við að hann verði í búningi í næsta leik á móti Haukum á föstudag.

Leit stendur yfir af Bandaríkjamanni og verður viðkomandi vonandi klár eftir helgi, segir í tilkynningu.