Nýjast á Local Suðurnes

Leikmenn Keflavíkur í sóttkví

Meistaraflokkslið Keflavíkur í kvennakörfunni er komið í sóttkví eftir leik liðsins gegn KR þar sem leikmaður annars liðsins greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram á vef karfan.is, en ekki er tekið fram úr hvoru liðinu leikmaðurinn sem greindist veiruna er.

Leik Skallagríms og Keflavíkur sem settur var næsta miðvikudag hefur verið frestað af þessum sökum. Ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um frestanir vegna þessa, segir í tilkynningu frá KKÍ.