Nýjast á Local Suðurnes

Lok, lok og læs í Grindavík í dag

Sameiginlegur starfsmannadagur allra stofnanna Grindavíkurbæjar verður haldinn á morgun, föstudaginn 2. október, í Iðunni við Ásabraut. Þar af leiðandi verða flestar stofnanir bæjarsins lokaðar þennan dag til skemmri eða lengri tíma. Sjá nánar hér að neðan:

Grunnskólinn: Engin kennsla þennan dag. Einnig lokað í skólaseli.
Leikskólinn Laut:
Leikskólinn verður lokaður allan daginn.
Tónlistarskólinn: Engin kennsla þennan dag.
Bæjarskrifstofur: Lokað allan daginn.
Bókasafn: Lokað allan daginn. Athugið að opið verður á laugardaginn.
Íþróttamiðstöð: Lokað fram til klukkan 17:00. Allar æfingar (líka í Hópinu) sem eiga að hefjast fyrir kl. 17:00 falla niður þennan dag.

Eðlileg starfsemi verður á öðrum starfsstöðvum bæjarins.