Nýjast á Local Suðurnes

Keflavíkurstúlkur komnar í úrslit Lengjubikarsins

Keflavík báru siguorð af Val í undanúrslitum Lengjubikarsins, 80-76 og eru þar með komnar í úrslit. Staðan í leikhléi var 43-48 fyrir Val. Keflavíkurstúlkur mæta annaðhvort Grindavík eða Haukum í úrslitaleiknum sem fram fer á  laugardag í Iðu á Selfossi.

Sandra Lind Þrastardóttir var maður leiksins að mati Karfan.is, en hún skoraði 14 stig og tók 11 fráköst á þeim 25 mínútum sem hún spilaði í leiknum.