Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjaliðin leika í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í kvöld

Riðlakeppni Lengjubikarsins er lokið og búið er að raða liðum saman fyrir útsláttarkeppnina. Af Suðurnesjaliðunum komust Njarðvík og Grindavík í átta-liða úrslit og leika þau í kvöld. Keflavík og Grindavík komust í 4-liða úrslit í kvennaflokki sem leikin verða þann 1. október næstkomadi.

Í kvöld leika Grindvíkingar gegn Stjörnunni í Grindavík og hefst leikurinn klukkan 19.15. Njarðvíkingar leika á sama tíma gegn FSu í Iðu.

Í kvennaflokki leikur Keflavík gegn Val á fimmtudaginn og Grindavík gegn Haukum og fara þeir leikir fram á Sauðárkróki.