Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík fær Hauka í bikarnum eftir úrskurð aganefndar

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur verið dæmdur sigur 0-20 í leik Tindastóls og Hauka sem fram fór á Sauðárkrók þann 17. október 2022 í VÍS-bikarnum. Liðið mun því mæta Njarðvík í 16 liða úrslitum keppninnar.

Þegar hefur verið dregið í 8 liða úrslitum keppninnar, en þar munu annað hvort Haukar eða Njarðvík mæta Keflavík þann 11. eða 12. desember.