Nýjast á Local Suðurnes

Fánum skreytt Iron Maiden vélin klár í Frakkland – Myndir!

Árangur Íslands á Evrópukeppninni í knattspyrnu hefur aðrdráttarafl, á því er engin vafi. Íslenska flugfélagið Air Atlanta mun án efa bjóða starfsfólki, gestum og viðskiptavinum upp á hina bestu skemmtun á EM, en flugfélagið mun nota Ed Force One, breiðþotu sína af gerðinni Boeing 747-400, í að ferja fólkið á leik Íslands og Ungvejalands sem fram fer á laugardag.

Flugvélinni var flogið sérstaklega til Íslands í þeim tilgangi að ferja starfsfólkið til Frakklands, en vélin er ein sú stærsta í íslenska flugvélaflotanum – Hún hefur verið vel skreytt í tilefni ferðarinnar eins og sést á meðfylgjandi myndum.

atalanta1

atlanta2

atlanta3

atlanta4