Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjaleikarar í EM auglýsingu Icelandair – Myndir!

Áhugaleikarar frá Leikfélagi Keflavíkur tóku nýverið þátt í gerð nýrrar auglýsingar Icelandair fyrir Evrópumótið í knattspyrnu, sem fram fer í Frakklandi um þessar mundir. Auglýsingin hefur vakið mikla athygli enda er hér á ferðinni auglýsing sem án efa skapar gæsahúð hjá þeim sem á horfa.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá tökum á auglýsingunni, sem birtar voru á Fésbókarsíðu Leikfélagsins, en þar er að finna fleiri flottar myndir. Og að sjálfsögðu er auglýsingin sjálf, sem er vel þess virði að horfa á, einnig hér fyrir neðan.

Þá bendir Leikfélag Keflavíkur þeim sem langar að vinna við að leika í svona verkefnum að hafa samband.

emaugl2

emaugl3

emaugl4

emaugl5

emaugl6