Erfiðlega gengur að koma köldu vatni á Ásbrú
Erfiðlega gengur með viðgerð á lekri kaldavatnslögn á Ásbrú, en lítið eða ekkert kalt vatn er á hverfinu og flugvallarsvæðinu í augnablikinu.
Áætlað er að viðgerð verði lokið um klukkan 11, segir í tilkynningu frá HS Veitum. Í tilkynningunni segir jafnframt að rétt sé að benda á að lekinn tengist ekki yfirstandandi eldgosi á Reykjanesi.