Nýjast á Local Suðurnes

Höfnuðu milljarða tilboði í hlut HS Orku í Bláa lóninu

Fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga 33,4 prósent í HS Orku, beittu neitunarvaldi sínu og höfnuðu rúmlega 11 milljarða króna tilboði í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu.

Þrátt fyrir að vera með minnihluta í HS Orku er kveðið á um það í hluthafasamkomulagi HS Orku að allar meiriháttar ákvarðanir fyrirtækisins, eins og um sölu á hlutnum í Bláa lóninu, þurfi samþykki sjóðanna.