Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjalöggan mætt aftur á Facebook

Lögreglan á Suðurnesjum er mætt aftur á samfélagsmiðilinn Facebook, eftir að hafa lokað síðunni fyrir nokkrum vikum að beiðni Persónuverndar. Þetta er að sjálfsögðu tilkynnt á Facebooksíðu lögreglunnar.

Jæja kæru vinir þá erum við komin aftur í loftið 😊
Við gerðum breytingar á síðunni þannig að ekki er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum Messenger. Við breyttum þessu þannig að nú þarf það sem fór í gegnum Messenger að fara í gegnum tölvupóst til okkar, lítið vesen við það. En við erum komin aftur í loftið og því ber að fagna. Við semsagt fengum ábendingar frá Persónuvernd sem við tókum til greina og gerðum bætur á því sem þeim fannst vera að hjá okkur og nú er það bara fulla ferð áfram.
Mikið er gaman að “sjá” ykkur öll aftur.
Nú má sumarið bara fara að láta sjá sig 😊