Nýjast á Local Suðurnes

Samið um rekstur tjaldsvæðis til tíu ára

Suðurnesjabær og I-Stay hafa gengið frá samningum um að I-Stay haldi áfram rekstri tjaldsvæðisins í Sandgerði. I-Stay hefur undanfarin ár séð um rekstur tjaldsvæðisins og staðið að uppbyggingu svæðisins.

Tjaldsvæðið hefur notið mikilla vinsælda, enda er aðstaða þar og þjónusta til fyrirmyndar. Eftir að fyrri samningur um málið rann út, varð að samkomulagi að endurnýja samstarfið og gildir nýr samningur til næstu 10 ára. Jafnframt hefur verið ákveðið að halda áfram uppbyggingu á aðstöðu á tjaldsvæðinu, til að bæta enn frekar þjónustu við ferðafólk.