Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar endurheimta og endursemja við sterka leikmenn

Körfuknattleiksdeild UMFG skrifaði á dögunum undir samninga við þrjá leikmenn og einn þjálfara. Jóhann Árni Ólafsson er kominn heim eftir vetrardvöl hjá Njarðvík og Hinrik Guðbjartsson snýr aftur úr víking frá Vestfjörðum. Þá framlengdi Dagur Kár sinn samning við Grindavík sem er mikið gleðiefni enda Dagur einn af betri bakvörðum landsins á nýliðnu tímabili.

Þá má segja að þjálfaramál meistaraflokks karla séu komin 100% á hreint þrátt fyrir að óvissan hafi sennilega ekki verið mikil en Jóhann Þór Ólafsson undir nýjan samning við félagið.

Frá þessu er greint á vefnum Grindavík.is, en þar má finna viðtöl við Jóhann Árna og Dag Kár.