Nýjast á Local Suðurnes

Öruggt hjá Njarðvík í fyrsta leik

Njarðvíkingum er spáð góðu gengi í 2. deildinni í knattspyrnu í sumar og óhætt er að segja að þeir fari vel af stað, en liðið lagði Völsung að velli nokkuð örugglega í gær.

Njarðvík setti þrjú mörk gegn einu gestanna og kom það fyrsta rétt fyrir leikhlé þegar markahrókurinn Kenneth Hogg skoraði. Njarðvíkingar sáu svo sjálfir um að jafna leikinn með sjálfsmarki. Stefán Jóhannesson og Atli Pálsson skoruðu svo í síðari hálfleik.