40 milljónir króna frá KSÍ til Suðurnesja vegna EM

KSÍ greiðir 453 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ vegna EM í Frakklandi, um 40 milljónir renna til félaga á Suðurnesjum og fá Keflavík og Grindavík mest, Keflavík fær tæplega 13 milljónir króna og Grindavík tæplega 11 milljónir. Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna, segir í tilkynningu frá KSÍ.
Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokks karla og kvenna í deildum sl. 3 ár, 2014, 2015 og 2016 eða yfir það tímabil sem Evrópumótið í knattspyrnu náði yfir. Félögum er síðan skipt upp í þrjá flokka. Í fyrsta flokki eru 17 félög sem bestum árangri hafa náð í deildarkeppninni, í öðrum flokki 30 félögum sem þar koma á eftir og síðan er þriðji flokkurinn félög sem ekki standa fyrir barna- og unglingastarfi.
Hér fyrir neðan má sjá hvað Suðurnesjafélögin fá í sinn hlut.
Keflavík 12.878.000
Grindavík 10.551.000
Njarðvík 5.531.000
Reynir 4.524.000
Víðir 4.020.000
Þróttur 3.014.000
Samtals: 40.518.000