Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík í slæmum málum eftir tap gegn Stólum

Grindvíkingar heimsóttu Tindastól á Sauðárkrók í Dominos-deldinni í körfuknattleik í kvöld, leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir þá gulklæddu sem berjast harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Athygli vakti að Bandaríkjamaðurinn Charles Wayne Garcia Jr. spilaði aðeins rúmar 2 mínútur fyrir Grindavík í leiknum í kvöld og var stigalaus.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og vannst enginn leikhluti með yfir þriggja stiga mun. Stólarnir höfðu sigur að lokum 88-79, eftir að hafa lent undir 69-68 þegar sjö mínútur voru eftir, þeir unnu hinsvegar síðustu fjórar mínútur leiksins 18-8.

Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur Grindvíkinga með 20 stig, Ómar Sævarsson var með 18 stig og 17 fráköst og Hilm­ir Kristjáns­son skoraði 13 stig.

Grindvíkingar eru því í slæmum málum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, þeir eiga einn leik eftir, þann 10. mars gegn nágrönnum sínum í Njarðvík, þann leik verða Grindvíkingar að sigra og um leið treysta á að Snæfellingar tapi gegn Þór Þorlákshöfn.