Nýjast á Local Suðurnes

Auglýsa starf mannauðsstjóra

Starf mannauðsstjóra embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur verið auglýst laust til umsóknar á vef Stjórnarráðsins. Tekið er fram að æskilegt se að viðkomandi geti haft störf við fyrsta tækifæri.

Undanfarin misseri hefur verið töluvertð umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum um deilur innan embættisins, sem er annað stærsta lögregluembætti landsins með allt Reykjanesið sem sitt starfssvæði og 170 manns í vinnu á þremur starfsstöðvum.