Nýjast á Local Suðurnes

Veltan á fasteignamarkaði á Suðurnesjum tæpir þrír milljarðar

Innri - Njarðvík

Alls var 73 samningum vegna húsnæðiskaupa þinglýst á Reykjanesi í mars.

Af þeim voru 38 samningar um eignir í fjölbýli, 31 samningur um eign í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.788 milljónir króna og meðalupphæð á samning 38,2 milljónir króna.

Af þessum 73 voru 52 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 35 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um eignir í sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.879 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,1 milljónir króna.