Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar hafa samið við nýjan erlendan leikmann

Keflvíkingar hafa fundið nýjan leikmann, í stað Dominique Hudson, sem leikið hefur með liðinu undanfarin misseri. Sú heitir Ariana Moorer og er 170 cm leikstjórnandi sem lék með Virginina í háskólaboltanum. Þar var hún valin í eitt af úrvalsliðum deildarinnar.

Eftir að námi lauk lék hún sem atvinnumaður í efstu deild í Póllandi. Því næst tók við þjálfun auk þess að sjá um afreksbúðir fyrir unga efnilega leikmenn. S.L. ár lék Ariana í Bosníu þar sem hún var valin leikmaður ársins eftir gott gengi með liði sínu.