Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar semja við öflugan bakvörð

Körfuknattleiksdeild UMFN hefur samið við Rodney Glasgow um að hann leiki með meistaraflokki karla á komandi keppnistímabili.

Rodney er 180 cm bakvörður, fæddur 1992.  Hann er fæddur í Bandaríkjunum en er með breskt vegabréf.

Hann útskrifaðist úr VMI háskólanum árið 2014 en þar var hann með 18,8 stig, 4,1 frákast og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Eftir útskrift úr háskóla hefur Rodney leikið í Sviss, Belgíu, Slóvakíu (tvö ár) og svo lék hann með Newcastle í ensku deildinni sl vetur og varð með þeim enskur bikarmeistari.

Rodney verður mættur í slaginn seinni part ágústmánaðar.