Nýjast á Local Suðurnes

Eðlilegt að ræða fyrst við Samfylkingu og Beina leið

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Eðlilegt er að Framsóknarflokkurinn byrji á að ræða mögulegt áframhaldandi samstarf við Samfylkingu og Beina leið, sem voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili. Þetta segir oddviti flokksins, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir oddviti Framsóknar í samtali við Vísi.

„Í ljósi þess að meirihlutinn hélt og bætti við sig þá er eðlilegt fyrsta samtal við Samfylkingu og Beina leið. Þetta er enn sem komið er óformlegt samtal,“ sagði Halldóra.